Hull i magen / Islandsk

Bøker / Brosjyrer

Tileinkuð öllum krökkum sem eiga erfitt með að borða. Öll þurfum við að borða. Margir átta sig ekki á því að sum börn geta ekki borðað nógu mikið til að verða södd á matmálstímum.

Sum börn eiga erfitt með að borða, ef til vill vegna þess að þau voru mjög veik þegar þau voru yngri eða vegna þess að þau eru með sjúkdóm. Það gæti líka verið einhver allt önnur ástæða. Við mælum með magaslöngu (í gegnum gat á maganum) fyrir börn sem hafa átt erfitt með að borða í meira en tvo mánuði. Þetta er líka kallað magaraufun. Fólk sem notar magaslöngu getur borðað hvað sem það vill en magaslagan tryggir að líkaminn fái allan þann mat sem hann þarf ef barnið getur ekki borðað allt hjálparlaust. Það hljómar kannski ógnvænlega að vera með gat á maganum og nota næringarslöngu en það er gott að hafa í huga að þetta er bara örlítið gat sem er rétt nógu stórt til að næringarslangan komist í gegnum það. Það er svo hægt að fjarlægja slönguna þegar hennar er ekki lengur þörf. Eftir verður pínulítið ör.

 

Þessari bók er ætlað að sýna að börn sem nota magaslöngu geta lifað fullkomlega eðlilegu lífi. Bókin leiðir í ljós hvernig börn sem nota næringarslöngu geta tekið virkan þátt í matmálstímum og borðað allan mat sem þau ráða við, auk þess að fá næringu í gegnum slönguna. Þannig er það hjá flestu fólki sem notar magaslöngu.